Þakkargjörðarmessa 6. október kl 14.00
- Sjofn Müller Thor
- Sep 20, 2024
- 1 min read
Nú líður að Guðsþjónustunni okkar en hún verður að þessu sinni haldin í Sænsku Kirkjunni í London kl. 14.00 sunnudaginn 6. október. Sunnudagaskóli verður í boði fyrir börnin á meðan á Guðsþjónustunni stendur. Á eftir bjóðum við upp á kaffi, djús og kanillengjur og ætlum svo að taka lagið í söngvastund sem Helgi Ingvarsson kórstjóri spilar undir.
Sr. Sjöfn býður upp á tíma í sálgæslu föstudaginn 4.10. frá 15.00 og mánudaginn 7.10. Staðsetning verður auglýst síðar en einnig er hægt að fá heimsókn ef fólk á ekki heimangengt. Hafið endilega samband á email eða sendið skilaboð á facebook sjofn.thor(hja)kirkjan.is

Comments