top of page

Þjóðhátíðardagurin í Lúxembourg

Writer: Sjofn Müller ThorSjofn Müller Thor

Félag Íslendinga í Lúxembourg stóð fyrir hátíðarhöldum í Maartbesch í Berdorf í Lúxembourg. Tæplega 100 Íslendingar mættu og gerðu sér glaðan dag í fallegu umhverfi og dásamlegu sumarveðri. Safnaðarnefnd kirkjunnar sá um kaffisöluna að vanda og komu margir með kökur á kaffiborðið. Við þökkum öllum þeim kærlega sem lögðu hönd á plóginn við að gera daginn eins góðan og hann reyndist.

Berdorf er lítið þorp nálægt Müllertal en sá dalur og umhverfið þar í kring er eins og einn ævintýra heimur. Gönguleiðirnar á svæðinu eru með þeim fallegri sem gerast og stutt er í skemmtileg klifursvæði. Ef þú ert á ferðinni í Evrópu er tilvalið að stoppa við í Berdorf því þaðan er hægt að hefja margar af gönguleiðunum.






 
 
 

Comments


Íslenska kirkjan í London og Luxembourg

©2023 Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg.  Created with Wix.com

bottom of page