Þjóðhátíðarguðsþjónusta íslenska safnaðarins í London var haldin 18. júní síðastliðinn í Dönsku Kirkjunni. Sr. Sjöfn Mueller Þór þjónaði og naut hún aðstoðar Guðrúnar Jensen meðhjálpara, Björg Árnadóttir og Inga Lísa Middleton lásu lestra, Jóhanna Jónsdóttir staðgengill sendiherra ávarpaði söfnuðinn og Júnía Lín Jónsdóttir var fjallkona. Góður hópur mætti í Guðsþjónustuna, þrátt fyrir mikinn raka og hita. Að Guðsþjónustu lokinni var boðið upp á brúðuleikhús, þar sem börnin hjálpuðu dýrunum að baka köku. Börnin skemmtu sér svo
konunglega í hoppikastalanum sem Íslendingafélagið í samvinnu Logos setti upp á meðan fullorðna fólkið borðaði íslenskar pylsur og nammi. Dagurinn var vel heppnaður og eftir heitan dag voru allir fegnir að fá smá skúrir til þess að kæla sig niður.
Comments