Haustguðsþjónusta Íslenska Safnaðarins í London var haldin sunnudaginn 6. Október í blíðskaparveðri í Sænsku Kirkjunni í London. Mæting var með ágætum og nutu kirkjugestir þess að hlýða á Íslenska Kórinn syngja undir stjórn Helga R. Ingvarssonar. Að Guðsþjónustunni lokinni, kom söfnuðurinn saman í kjallara kirkjunnar og gæddi sér á dönskum vínarbrauðslengjum og skemmti sér svo við fjöldasöng þar sem nokkrir íslenskir slagarar voru sungnir af hjartans list. Næsta Guðsþjónusta verður 8.12.2024 í Sænsku kirkjunni og að henni lokinni verður jólaball í kjallaranum. Við hlökkkum til að sjá ykkur þá.
top of page
Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg
bottom of page
Comments