Fyrir hvern er þetta?
Fermingarbúðirnar eru fyrir íslensk ungmenni sem eiga að fermast vorið 2025. Þær verða haldnar í Hohes-Venn í Belgíu helgina 10.-12. Janúar 2025. Skráning er hjá Sr. Sjöfn á sjofn.thor@kirkjan.is.
Má ég koma með þó ég sé búin að fermast?
Já, þú ert meira en velkomin í fermingarbúðirnar ef þú ert búin að fermast. Þú kæmir þá með sem leiðtogi og hjápaðir til við að halda öllu gangandi. Þú sérð þá líka um að passa uppá að það sé örugglega skemmtilegt í fermingarbúðunum. Sr. Sjöfn segir þér til hvers hún ætlast af þér. En komdu endilega með.
Hvað gerum við í Fermingarbúðunu?
Við brösum ýmislegt skemtilegt, við lærum hvað það er að vera kristin manneskja og hvað ábyrgð það færir okku á hendur. Við föndrum, horfum á kvikmyndir frá trúarlegu sjónarhorni, leikum okkur, förum í næturgöngu í skóginum og eigum skemmtilega tíma sama.
Hvar er þetta eiginlega?
Vennhaus er gamall sveitabær í eigu kirkjunnar í Aldenhofen. Það er lengst úti í sveit, hátt uppi í fjöllunum. Það stendur yst í einni af tveimur götum í Küschelsheid. Húsið er gamalt og sjarmerandi, það er hægt að kveikja upp í arninum og eiga notalegar stundir þarna. Það er nóg pláss og það geta allir komið með sem vilja. Heimilisfangið er Auf dem Hau, 4750 Bütgenbach, Belgium.
Hvað borðum við?
Þau sem hafa komið með í búðirnar hafa oftast á orði að við séum alltaf að borða. Það er sennilega merki um að það sé gaman í fermingarbúðunum því við erum alls ekki alltaf að borða, við erum alltaf að vinna. Við borðum helst mat sem allir vilja og þykir góður og einfaldur. Við getum alltaf lagað matinn að því sem þátttakendur geta borðað. Við þurfum samt að vita það fyrirfram til að hægt sé að kaupa inn með sérþarfir og ofnæmi í huga.
Hvernig er best að komast?
Það er best að koma á bíl og ágætt að sameinast um aksturinn ef hægt er. Ef einhver vill koma með frá Englandi þá er best að taka Eurostar frá London og svo er hægt að sækja ykkur þar og fara með ykkur í búðirnar. Þetta þarf að skipuleggja í samráði við Sr. Sjöfn og þá er best að vera að koma til Belgíu ekki seinna en um hádegið.
Einhverjar spurningar?
Allar upplýsngar um hvað á að tala með sér og svoleiðis, verða sendar til ykkar þegar þið eruð búin að skrá ykkur.
Ég hlakka til að sjá ykkur öll í fermingarbúðum 2025 í Vennhaus.
Sr. Sjöfn
コメント