top of page

Full kirkja í Vorguðsþjónustu í Lúxemborg

Writer: Sjofn Müller ThorSjofn Müller Thor

Það var sannarlega vor í lofti í Lúxemborg í gær, þegar Vorguðsþjónusta Íslenska Safnaðarins var haldin í Dönsku Kirkjunni í Medingen. Páskaliljurnar voru við það að springa út og fuglasöngur ómaði um loftið þegar kirkjugesti bar að garði. Farfularnir, kórinn okkar söng fallega sálma og Tína kórstjóri kom með Lúxemborgíska Mótmælendakórinn í heimsókn sem söng Bach af hjartans list. Þau sungu reyndar mjög skemmtilega útgáfu af Sláðu hjartans hörpustrengi, þar sem kórinn flautaði, spilaði á bjöllur og söng. Daniel Malnati, lék á orgelið, en við erum einstaklega heppin að hafa þennan hæfileikaríka organista með okkur. Hulda Guðný flutti ritningarlestrana á leikrænan hátt og fermingarbörnin okkar, þau Karlotta, Leon Ari, Clara og Anna Karen fluttu bænirnar. Þetta var einstaklega hátíðleg stund og ánægðir kirkjugestir streymdu svo út í góða veðrið og drukku saman kaffi í Sandweiler. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Guðsþjónustunni og skipulagi hennar.




 
 
 

Commentaires


Íslenska kirkjan í London og Luxembourg

©2023 Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg.  Created with Wix.com

bottom of page