Nú styttist í að við fögnum Þjóðhátíðardeginum saman í London. Guðsþjónustan hefst kl 14.00 og verður í Dönsku kirkjunni, 4 St Katharine's Precinct, London NW1 4HH, UK
Íslenski kórinn undir stjórn Helga Ingvarssonar mun syngja falleg ættjarðarlög.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað.
Júnía Lín Jónsdóttir verður fjallkona og staðgengill sendiherra Jóhanna Jónsdóttir ávarpar okkur.
Að Guðsþjónustu lokinni bjóðum við upp á brúðuleikhús og Íslendingafélagið verður með hoppikastala og hægt verður að kaupa íslenskar pylsur.
Veðrið verður dásamlegt og við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Comments