top of page
Search

Hátíðleg jólamessa í Lúxemborg

Jólamessa íslenska safnaðarins í Lúxemborg var haldin þann 26. Desember síðastliðinn. Sr. Sjöfn Mueller Þór þjónaði og Farfulglarnir sungu ásamt Hrólfi Sæmundssyni óperusöngvara. Vel var mætt í messuna og var stundin einstaklega hátíðleg. Kórinn söng af lyst og Hrólfur fyllti hvert rúm í kirkjunni með dásamlegum tónum sem kirkjugestir nutu til fulls. Það má með sanni segja að heilagur andi hafi umvafið söfnuðinn á þessum fallega degi.

Að lokinni messu var jólaballið haldið á vegum Íslendingafélagsins. Vel var mætt á ballið og þökkum við þeim sem sáu um að ballið gæti átt sér stað, sérstaklega þökkum við Stellu og Björgu, en þær stöllur standa jafnan jólavaktina á jólaballinu.

Nú styttist í Þorrablót Íslendingafélagsins, en það verður haldið 3. Febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar verður senn að finna á https://luxarar.is/vidburdir-2/vidburdir/




 
 
 

Comments


Íslenska kirkjan í London og Luxembourg

©2023 Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg.  Created with Wix.com

bottom of page