top of page
Writer's pictureSjofn Müller Thor

Hátíðleg Skírnarguðsþjónusta í Lúxemborg

Það er sannarlega búinn að vera gullinn október hjá okkur í Evrópu og skartaði Dónatus kirkja Danska Safnaðarins sínu fegursta þegar söfnuðurinn kom saman til Haustguðsþjónustu sunnudaginn 27.10. Í Guðsþjónustunni tók hann Hannes Árni Jónsson skírn og setti það hátíðlegan og fallegan blæ á stundina. Kórinn söng síðan svo undurfallega og gestaorganistinn okkar hann Peter Speht, leik af fingrum fram. María Sól Ingólfsdóttir söngnemi í Saarbrücken flutti tvö falleg lög fyrir okkur og fyllti dásamleg rödd hennar upp í hvers skúmaskot kirkjunnar. Við vorum einstaklega heppin að fá hana til að koma og syngja fyrir okkur og við hlökkum til að heyra aftur í henni 26.12 þar sem hún mun aftur koma fram og þá ásamt Hrólfi Sæmundssyni. Jólaguðsþjónustan hefst kl 14.00 í Dönsku Kirkjunni. Jólaballið verður strax á eftir, en við auglýsum það allt saman síðar.



32 views0 comments

Comments


bottom of page