Á Pálmasunnudag var mikið um dýrðir í Sænsku Kirkjunni í London þegar Íslenski söfnuðurinn í London hélt Vorguðsþjónustuna í kirkjunni. Íslenski Kórinn í London söng að vanda, undir stjórn Helga R. Ingvarssonar og söfnuðurinn fékk einnig Ljósbrot Kvennakór í heimsókn sem söng undir stjórn Keith Reed. Kvennakórinn Ljósbrot var í reisu til London til þess að fagna tíu ára starfsafmæli og duttum við aldeilis í lukkupottinn að fá þær til að syngja í Guðsþjónustunni. Það var hreint út sagt magnað að hlusta á þessa tvo kóra syngja, sitt í hvoru lagi en svo líka saman í tveimur lögum. Kirkjan er mjög vel til söngs tilfallin og ómaði söngurinn greinilega alla leið til himna, því í lokin rétt áður en Guðsþjónustunni lauk, var eins og bankað væri á altarið fyrir aftan prestinn. Börnin höfðu verið í Sunnudagaskóla hjá Lilju Bríet á meðan á Guðsþjónustunni stóð og höfðu þau greinilega haft nóg að gera. Kirkjugestir héldu svo endurnærðir niður í kjallara til að taka þátt í Páskaeggjabingói Íslendingafélagsins. Sumir gátu nú ekki setið á sér að smakka strax á íslenska súkkulaðinu, en það er alveg hægt að bæði spila Binó og borða súkkulaði í einu. Við þökkum Íslendingafélaginu innilega fyrir samstarfið og fyrirhöfnina að koma páskaeggju
num alla leiðina til okkar svo við getum notið þeirra á Páskahátíðinni. Guð blessi okkur þessa Páskahátíð. Myndirnar tók Erla Kiernan.
コメント