Nú er komið að því að ská fermingarbörnin í fermingarfræðslu fyrir veturinn 2024-2025.
Börn sem ætla að fermast vorið 2025 ættu endilega að nýta þetta tækifæri til að læra allt sem þau þurfa að læra fyrir ferminguna.
Í London fer fræðslan fram sama dag og Guðsþjónusturnar, og hefst kl. 10.00. Að fræðslunni lokinni mæta fermingarbörnin í Guðsþjónustuna. Fyrsta samveran fer fram 6.10 2024 kl 10.00. Staðsetning fræðslunnar verður auglýst síðar.
Í Lúxemborg og öðrum Evrópulöndum fer fræðslan fram í fermingarbúðum í Belgíu sem standa yfir eina langa helgi einhvern tímann á tímabilinum frá miðjum janúar fram í byrjun mars eða þegar húsnæðið er laust. Nánari tímasetning verður auglýst í Nóvember.
Fermingarbörn frá London eru líka velkomin í fermingarbúðirnar í Belgíu.
Skráning fer fram hjá Sr. Sjöfn á netfanginu sjofnthor@gmail.com
Ég hlakka til að heyra frá ykkur og kynnast nýjum fermingarbörnum og fjölskyldunum þeirra.

Commenti