top of page

Sunnudagaskóla kennari óskast

Writer: Sjofn Müller ThorSjofn Müller Thor

Íslenska Kirkjan í London er að leita að Sunnudagaskóla kennara sem getur tekið að sér að sjá um Sunnudagaskólann 6. október næstkomandi. Þú þarft að búa í London eða nágrenni og gott væri ef þú hefðir reynslu af Sunnudagaskóla, annað hvort sem Sunnudagaskóla kennari eða barn sem sótt hefur Sunnudagaskólann. Þú munt njóta aðstoðar prestsins við undirbúning og efni en sérð sjálf/ur um framkvæmdina á staðnum. Í þetta sinn fer skólinn fram í Sænsku kirkjunni. Frekari upplýsingar fást með því að hafa samband við Sr. Sjöfn sjofn.thor@kirkjan.is eða með því að hafa samband hér á síðunni.



 
 
 

Comments


Íslenska kirkjan í London og Luxembourg

©2023 Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg.  Created with Wix.com

bottom of page