Það er aldeilis farið að styttast í Vorguðsþjónustu safnaðarins í Lúxemborg en hún fer fram þann 3. mars næstkomandi kl 15.00 í Dönsku kirkjunni í Medingen. Farfuglarnir verða með okkur og syngja fallega sálma undir stjórn Tinu Zeiss en Tina kemur einnig með Lúxemborgískan kór sem hún stjórnar og ætla þau að syngja vel valin verk eftir Bach. Fermingarbörnin taka þátt með bæn og lestri.
Að Guðsþjónustu lokinni verður kaffisamsæti að vanda, en staðsetningin verður auglýst þegar nær dregur.
Við hlökkum til að sjá ykkur 3. Mars kl 15.00

Comments