top of page

Við hjálpum þér

Ef andlát ber að höndum

Þegar andlát ber að höndum tekur við ferli sem við höfum mis mikinn möguleika á að hafa áhrif á. Þegar slíkt gerist í umhverfi sem við þekkjum er það erfitt en þeim mun erfiðara er það ef andlát ber að þegar við erum stödd erlendis og vitum ekki hvernig við eigum að bera okkur að. Við erum til staðar fyrir þig og veitum þér þá hjálp sem þú þarft. 

​Sálgæsla er líka stór hluti af starfinu okkar og við hvetjum þig til þess að hafa samband. 

Kross

London

Ef andlát ber að höndum hjá Íslendingum búsettum í London eða Bretlandi yfirleitt þarf fyrst og fremst að skrá andlátið hjá https://www.gov.uk/register-a-death 

Til þess hafa aðstandendur allt að fimm daga. 

Næsta skref er að hafa samband við útfararstofu. 

Útfararstofan aðstoðar þig við að flytja hinn látna á milli staða og ráðleggur þér með hvernig best er að koma hinum látna til Íslands ef þess er óskað. Ef flytja á hinn látna í kistu til Íslands þarf að sækja um það hjá dánardómstjóra.

Þú getur fundið þann sem er nálægur hér: https://www.coronersociety.org.uk/

Það er öruggast að vera með 'Certified Copy of an Entry of Cremation' með sér en það er hægt að fá frá útfararstofunni en einnig ætti dánarvottorðið að vera með í för. 

Hér eru uppýsingar um hvaða skref þarf að taka ef andlát ber að höndum í Bretlandi: https://www.gov.uk/when-someone-dies

Lúxembourg

Ef andlát ber að höndum hjá Íslendingum búsettum í Lúxembourg þarf að tilkynna það strax til yfirvalda í þeirri kommúnu sem andlátið átti sér stað. Útfararþjónustur geta séð um þetta og mælum við eindregið með því að þjónusta útfararstofu séu nýttar. Ef útförin á að fara fram utan kommúnunnar sem andlátið átti sér stað þarf að taka það fram og þá fæst útgefið leyfi til að flytja hinn látna ásamt leyfi til þess að jarða. Útför í Lúxembourg má ekki fara fram fyrir 24 klukklutíma eftir andlátið og ekki seinna en 72 klukkutímum eftir andlátið. Þetta er hratt ferli sem hægt er þó að sækja um undanþágu á. Ef flytja á hinn látna með flugi í kistu þarf að gera sérstakar rástafanir með útfararstofunni en þar er hægt að fá upplýsingar um hvað þarf að gera til þess að þetta sé hægt. Sumar íslenskar útfararstofur koma til Keflavíkurflugvallar og sækja kistu á líkbíl. Ef flytja á ösku er einnig best að láta útfararstofur sjá um það. Í sumum tilvikum er hægt að fá ösku afhenta en það er þó ekki alltaf gert. Útfararstofan getur aðstoðað við að flytja öskuna á milli landa með fraktflugi. Íslensk flugfélög leyfa almennt ösku í handfarangri.  Best er að hafa með sér dánarvottorð og pappíra frá útfararstofunni. 

Hægt er að flytja látinn einstakling á milli Benelux landanna án mikillar fyrirhafnar. Reglur um afhendingu ösku eru til dæmis slakari í Hollandi en í Lúxembourg. Töluverður kostnaður getu þó falist í að fara með kistu á milli staða. 

Kross andlát

Ef andlát ber að í öðrum löndum

Reglur um útfarir eru misjafnar eftir löndum og geta jafnvel verið misjafnar eftir fylkjum. Það er því best að leita aðstoðar útfararstofu í því landi sem andlát ber að. 

Við getum verið ykkur innan handar ef þess er óskað. 
​Á Spáni er starfandi íslenskur Prestur sem hægt er að hafa samband við ef andlát ber að höndum. Við getum sett þig í samband við hana.

Hafðu samband

Við erum ekki með fast heimilisfang en þér er velkomið að hringja.

00491709643033

    Takk fyrir að hafa samband!

    bottom of page