top of page
brúðkaup í Evrópu

Ertu að fara að gifta þig? 

Ef þú ert að hugsa um brúðkaup í útlöndum

Í grundvallaratriðum getur íslenskur prestur í útlöndum ekki séð um löggjörninginn sem falinn er í brúðkaupum á Íslandi. Íslenskir prestar hafa ekki lögusögu í öðrum löndum og það stendur ekki til að hálfu íslenskra yfirvalda að breyta þessu. Brúðkaup sem framkvæmd eru af íslenskum prestum erlendis eru því ekki bindandi samkvæmt íslenskum lögum ef þau eru framkvæmd. Þetta skiptir höfuð máli.

Hvers vegna er þetta mikilvægt?

Það er enginn að hugsa um skilnað eða dauðsfall þegar brúðkaup er skipulagt enda um fagnaðar viðburð að ræða þar sem ástfangið par játast hvort öðru. Brúðkaup eru samt í grunninn löggjörningur, samningur á milli tveggja aðila um að deila öllu sem þeir, þær, þau eiga. Það er því mikilvægt að þessi löggjörningu sé löglegur. Það getur svo margt brugðis í  lífinu og ef samningur á milli brúðhjóna reynist ekki löglegur getur það komið fyrir að annar aðilinn standi uppi réttlaus ef skilnaður eða andlát ber að höndum.  Þennan samning eða löggerning geta íslenskir prestar í útlöndum ekki gert þó svo að íslenskir prestar á Íslandi megi gera hann. 

(Íslenski söfnuðurinn í Noregi er undantekning, en þar getur íslenskur prestur gift á viðurkenndan hátt).

 

Gleðitíðindin eru þau að það er hægt að fara fyrst til sýslumanns á Íslandi og ganga frá formlega samningnum þar og þá er allt mögulegt.  Sr. Sjöfn tekur gjarna að sér brúðkaup að þessum skilyrðum uppfylltum. Hægt er að bóka þau með því að hafa samband símleiðis, á facebook eða með því að senda tölvpóst á icelandicchurch@gmail.com

Hafðu samband ef þú hefur spurningar

Við hjálpum þér að finna út úr hlutunum.

    Takk fyrir að senda okkur skilaboð

    bottom of page