top of page
Fermingarbörn í Lúxemborg

Ferming og fermingarfræðsla

Fermingar fara almennt fram í Guðsþjónustu að vori. Fermingarfræðslan fer fram fyrir Guðsþjónustu, á netinu eða farið er í þriggja daga fermingarbúðir út í sveit í Belgíu. Þátttaka í fermingarfræðslunni er opin öllum sem vilja taka þátt, hvort sem ferming fer fram á Íslandi eða annars staðar og verður framkvæmd af öðrum presti. 

    Hvað er ferming

    Ferming þýðir staðfesting. Staðfesting þess að fermingarbarnið vill þiggja þá samfylgd með Guði sem beðið var fyrir í skírninni. Eftir fræðslu um kjarna kristinnar trúar fer fermingarbarnið með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. (Textinn er fenginn að láni hjá heimasíðu Íslensku Þjóðkirkhjunnar).

    bottom of page