Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg
Dagskráin okkar
Taktu þátt í samfélaginu okkar
Guðsþjónustur
Guðsþjónusturnar fylgja litúrgíu Íslensku Þjóðkirkjunnar og söngurinn leiddur af íslenskum kórum. Þær fara fram í Dönsku Kirkjunni í Lúxemborg, sem er staðsett í Medingen og Sænsku eða Dönsku kirkjunni í London, eftir árstíma en venjulega má stóla á að haust-, jóla- og vorguðsþjónustan fram í sænsku og 17. Júní Guðsþjónustan í dönsku.
Fermingarfræðslan
Fermingarfræðslan fer fram fram annars vegar fyrir Guðsþjónustur í London og hins vegar í formi fermingabúða í Vennhaus í Hohes Venn í Belgíu. Búðirnar 2025 fara fram 10.12. Janúar. Nánari upplýsingar um þær eru að finna á forsíðunni.
Öll börn eru velkomin í fræðsluna, hvort sem þau ætla að fermast í Evrópu eða heima á Íslandi. Það er ekkert skilyrði að fermast hjá Sr. Sjöfn þó svo að fræðslan fari fram hjá henni.
Einstaklings þjónusta og Sálgæsla
Ef þú þarft á prestsþjónustu að halda, hvort sem það er skírn, ferming eða útför eða ef þú þarft á sálgæslu eða annarri aðstoð að halda er þér velkomið að hafa samband við Sr. Sjöfn.
Sálgæsla er stór hluti af þjónustu kirkjunnar okkar og þér er velkomið að hafa samband og við munum þá finna tíma sem hentar. Símatímar Sr. Sjafnar eru á Mánudögum á milli 10.00 og 14.00 og Föstudögum á milli 14.00 og 18.00 eða eftir samkomulagi.