top of page

Dagskráin okkar

Taktu þátt í samfélaginu okkar

S. Sjöfn Mueller Þór í Lúxemborg

Guðsþjónustur

Guðsþjónusturnar fylgja litúrgíu Íslensku Þjóðkirkjunnar og söngurinn leiddur af íslenskum kórum.  Þær fara fram í Dönsku Kirkjunni í Lúxemborg, sem er staðsett í Medingen og Sænsku eða Dönsku kirkjunni í London, eftir árstíma en venjulega má stóla á að haust-, jóla- og vorguðsþjónustan fram í sænsku og 17. Júní Guðsþjónustan í dönsku. 

Fermingarbörn

Fermingarfræðslan

Fermingarfræðslan fer fram fram annars vegar fyrir Guðsþjónustur í London og hins vegar í formi fermingabúða í Vennhaus í Hohes Venn í Belgíu.  Búðirnar 2025 fara fram 10.12. Janúar. Nánari upplýsingar um þær eru að finna á forsíðunni. 

Öll börn eru velkomin í fræðsluna, hvort sem þau ætla að fermast í Evrópu eða heima á Íslandi. Það er ekkert skilyrði að fermast hjá Sr. Sjöfn þó svo að fræðslan fari fram hjá henni.  

Ferming í London og Lúxemborg

Einstaklings þjónusta og Sálgæsla

 

Ef þú þarft á prestsþjónustu að halda, hvort sem það er skírn, ferming eða útför eða ef þú þarft á sálgæslu eða annarri aðstoð að halda er þér velkomið að hafa samband við Sr. Sjöfn. 

​Sálgæsla er stór hluti af þjónustu kirkjunnar okkar og þér er velkomið að hafa samband og við munum þá finna tíma sem hentar. Símatímar Sr. Sjafnar eru á Mánudögum á milli 10.00 og 14.00 og Föstudögum á milli 14.00 og 18.00 eða eftir samkomulagi. 

bottom of page