Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg
Íslenski söfnuðurinn í Lúxembourg
Íslenski söfnuðurinn í Lúxembourg er skemmtilegur söfnuður sem saman stendur af alls konar fólki sem hefur í gegn um tíðina flutt í þetta fallega litla land í hjarta Evrópu. Stór hluti safnaðarins eru Íslendingar sem hafa verið búsettir í Lúxembourg um langan aldur en einnig fólk sem hefur búið skemur í Lúxembourg eða sem koma öðru hverju í heimsókn. Söfnuðurinn er í nánu samstarfi við Félag Íslendinga í Lúxembourg. Söfnuðurinn býður einnig þjónustu í nágrannalöndunum og er Sr. Sjöfn alltaf reiðubúinn að þjónusta þar sem þörf er á.
Safnaðarnefnd Íslenska safnaðarins í Lúxembourg
Teymið okkar
Við erum með frábært teymi í Lúxembourg sem heldur starfinu uppi í sjálfboðaliðastarfi. Við höfum blessunarlega yfir að búa framúrskarandi fólki sem þykir vænt um söfnuðinn sinn og leggur sig fram við að halda úti starfinu svo að samfélagið geti vaxið og dafnað.