top of page
WhatsApp Image 2023-03-22 at 11.38.03 (8).jpeg

Um okkur

Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg er opin öllum bæði Íslendingum búsettum erlendis, eða sem eru í heimsókn sem og öllu þeim sem finna sig í kirkjunni okkar. Við tökum vel á móti ungum sem öldnum hvaðan sem er. Tungumálið sem talað er í kirkjunni okkar er ástkæra ylhýra málið okkar, íslenska en við getum að sjálfsögðu tekið á móti fólki sem ekki talar íslensku. Markmiðið okkar er að eiga samfélag í trúariðkun okkar, viðhalda tengingunni okkar við Guð og um leið landið okkar.  Við erum samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum, hér geturðu verið viss um að þú sért velkomin. Við leggjum áherslu á að Guð sé enn að tala og að orð Guðs sé lifandi og virkt meðal okkar.  Sjálfboðaliðarnir okkar hafa um árabil rekið söfnuðina af alúð og haldið starfinu gangandi hvort sem prestur var starfandi eða ekki og við erum stolt af því starfi sem unnið er í söfnuðunum. Hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga á að gerast meðlimur í söfnuðunum okkar. 

Komdu í heimsókn

Sýn okkar og markmið

Íslenska kirkjan í London og Lúxemborg er kirkja án aðgreiningar sem er skuldbundin Kristi og orði hans. Við leggjum okkur fram við að miðla kærleika Krists með þjónustu, samfélagi og tilbeiðslu. 

Unknown 2.jpeg

Gildi okkar

Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg starfar í anda og eftir starfsreglum Íslensku Þjóðkirkjunnar. Við leggjum áherslu á að öll séum við jöfn fyrir Guði og við fögnum hverjum þeim sem leið sína leggur til þess að eiga samfélag við okkur. Helstu gildin sem við höfum í hávegi eru trú, von og kærleikur og við miðum allt okkar starf við það sem Jesús kenndi. 

Frekari upplýsingar
Gildi Íslensku kirkjunnar í Evrópu
bottom of page