Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg
Safnaðarferð í Móseldalinn
lau., 21. okt.
|Contern
Ein vika í haustferðina


Time & Location
21. okt. 2023, 14:00 – 20:30
Contern, Medingen Contern, Luxembourg
About the event
Nú fer að styttast í Haustguðsþjónustuna okkar og Haustferðina. Guðsþjónustan hefst kl 14.00 í dönsku kirkjunni í Medingen. Í Guðsþjónustunni verða tvær skírnir og Farfuglarnir syngja ásamt Íslenska Kórnum í London, sem kemur og heimsækir okkur. Að Guðsþjónustu lokinni verður haldið í rútu niður í Móseldal þar sem boðið verður upp á kvöldverð. Áætlaður heimferðartími er á milli 20.00 og 21.00.
Áætlaður brottfarartími frá Medingen er 15.15 og verður boðið upp á þann möguleika að fólk færi bílana sína að P&R í Wasserbillig.
Ef þig vantar far, í messuna, eða aftur heim, að ferðinni lokinni hafðu þá samband og við finnum leið til þess að þú komist með.
Haustferðin er í samstarfi við Íslendingafélagið og hvetjum við þig til að koma með jafnvel þó þú komist ekki í Guðsþjónustuna.
Þú nærð í Sr. Sjöfn á sjofnthor@gmail.com eða í síma 00491709643033