Íslenska Kirkjan í London og Lúxembourg
Þjóðhátíðarguðsþjónusta
sun., 15. jún.
|London
Nú fer að líða að 17. júní hátíðarhöldum í London. Takið sunnudaginn 15. júní frá.


Time & Location
15. jún. 2025, 14:00
London, 4 St Katharine's Precinct, London NW1 4HH, UK
About the event
Nú fer að líða að 17. júní hátíðarhöldum Íslensku Kirkjunnar í London og Félags Íslendinga í London en þau fara fram í Dönsku Kirkjunni, Sunnudaginn 15. júní kl. 14.00.
Að þessu sinni verður mikil tónlistarveisla í Guðsþjónustunni en Íslenski Kórinn ásamt Helga R. Ingvarssyni kórstjóra fá heimsókn frá Söngsveitinni Fílharmóníu ásamt Magnúsi Ragnarssyni stjórnanda sveitarinnar.
Sara Thomsen Halldórsdóttir verður fjallkona. Brynja Herbertsdóttir sér um Sunnudagaskólann og Félag Íslendinga grillar íslenskar pylsur. Hoppikastalinn verður að sjálfsögðu á sínum stað.
„Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1959. Í gegnum árin hefur kórinn flutt fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímabilum, allt frá sígildum kórverkum til léttari tónlistar af ýmsu tagi. Á undanförnum árum hefur Söngsveitin Fílharmónía reglulega tekið þátt í tónleikum á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, s.s. „Klassíkinni okkar“, Sálumessu Brahms, Carmina burana eftir Carl Orff og kvikmyndatónleikum með myndinni Harry Potter og fanginn frá Azkaban svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur kórinn einnig komið fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands…