top of page
Vorguðsþjónusta 2023 í Lúxembourg

Velkomin á heimasíðu Íslensku Kirkjunnar í London og Lúxembourg.

  • Næstu viðburðir fyrir Íslendinga í Lúxemborg
    Næstu viðburðir fyrir Íslendinga í Lúxemborg
    fös., 15. nóv.
    Location is TBD
    15. nóv. 2024, 18:00 – 08. feb. 2025, 22:00
    Location is TBD
    15. nóv. 2024, 18:00 – 08. feb. 2025, 22:00
    Location is TBD
    Takið daginn frá fyrir næstu viðburði sem gaman er að taka þátt í.

Samfélagið okkar

Íslenska kirkjan í London og Lúxembourg er samfélag Íslendinga sem hafa verið búsettir mislengi í London á Englandi eða í Lúxembourg. Söfnuðirnir urðu til eftir hrun þegar öll þjónusta kirkjunnar við Íslendinga í útlöndum lagðist af. Tók fólk þá höndum saman og stofnaði söfnuðina og ráku þá á framlögum frá einstaklingum og sjálfboðavinnu til margra ára. Söfnuðirnir fá nú stuðning frá Íslensku Þjóðkirkjunni og starfið er blómlegt. Söfnuðirnir starfa báðir í nánu samstarfi við Íslendingafélögin í London og Lúxembourg.   

(Ljósmynd: Erla Kiernan)

Jólaguðsþjónusta og jólaball Íslenska safnaðarins í Lúxembourg mynd Erla Kiernan

Guðsþjónustur og bænahald

Trú, von og kærleikur

Ferming og fermingarfæðsla

Við bjóðum upp á fermingarfræðslu á hverju ári ýmist á netinu eða fyrir Guðsþjónustu. Við förum í fermingarbúðir einu sinni á vori upp í sveit. Það skapast skemmtilegt andrúmsloft í sveitinni og við bæði lærum um hvað trúin okkar snýst og hvernig er að tilheyra kristna samfélaginu okkar. 

IMG_7217.HEIC

Útför

Ef andlát ber að höndum er gott að hafa samband beint við prestinn, Sr. Sjöfn Mueller Þór og óska eftir aðstoð. Hvort sem útför á að fara fram í útlöndum eða heima á Íslandi viljum við vera þér innan handar á erfiðum tímum. 

Danska kirkjan í London

Guðsþjónustur

Guðsþjónustur eru haldnar reglulega eða um það bil fjórum sinnum á ári í hverjum söfnuði. Guðsþjónusturnar eru að meðaltali að hausti, í desember, að vori og snemmsumars. Við gleðjumst yfir skírn og fermingu þegar slíkar athafnir fara fram og bjóðum fermingarbörn sérstaklega velkomin í kirkjuna.

Danska kirkjan í Lúxembourg

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. 

Páll Postuli

Groups

Hafðu samband

Við erum ekki með neitt fast heimilisfang en ykkur er velkomið að senda tölvupóst eða hringja í Sr. Sjöfn. Fastir viðtalstímar eru þriðjudagar og fimmtudagar frá 16.00-20.00 en ef haft er samband utan þess tíma og ekki svarað, þá mun Sr. Sjöfn hafa samband um leið og hún hefur tækifæri til. 

00491709643033

17. júní hátðiarhöld í London 2023
bottom of page