top of page

Sumri hallar, hausta fer....

Writer's picture: Sjofn Müller ThorSjofn Müller Thor

Sumarið hefur liðið allt of hratt eins og svo oft áður. Við enduðum síðasta starfsár á skemmtilegri 17. Júní Hátíð, svo í London. Íslendingafélagið í London með Sigríði formann í fararbroddi sá til þess að það var grill og hoppukastali fyrir börnin að Guðsþjónustu lokinni. Þetta var frekar heitur dagur í London og allir sátu úti í garði og nutu lífsins.

Helgina áður var 17. júní Hátíð í Lúxemborg, þar sem Stella sá um að allt gengi vel í sölubásnum og þar sem Solla skipulagði kökusöluna.


Nú fer hins vegar að hausta og þó svo að enn sé von á nokkrum heitum dögum og þó svo að enn sé bjart snemma á morgnana, þá vitum við að bráðum tekur einn fallegasti árstíminn við, haustið. Haustið í Evrópu er mjög ólíkt haustinu heima á Fróni. Það er langt og litríkt. Það getur verið hlýtt langt inn í Nóvember og það er yndislegt að fara í göngutúra og njóta náttúrunnar í blíðu haustveðri.


Það að haustið gangi í garð, þýðir að starfið fer nú af stað í söfnuðunum í London og Lúxemborg. Fyrsta Guðsþjónusta vetrarins fer fram 6.10.2024 kl 14.o0 í Sænsku Kirkjunni í London. Haustguðsþjónustan í Lúxemborg verður haldin síðasta sunnudag Októbermánaðar 27.10.2024 kl 14.00 í Dönsku Kirkjunni í Medingen. Í messunni tekur ungur maður skírn og við hlökkum til að bjóða hann velkominn í söfnuðinn okkar.


Fermingarfræðslan í London verður tengd Guðsþjónustunni 6. október, en fræðslan hefst kl 10.00. Þegar nær dregur verður ákveðið hvar fræðslan verður, en að líkindum verður hún á kaffihúsi í nágrenni kirkjunnar.


Fermingarfræðslan í Evrópu verður haldin í lok febrúar eða byrjun mars yfir langa helgi uppi í sveit. Skráning í fermingarbúðirnar er hafin, annað hvort hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á Sr. Sjöfn.


Sr. Sjöfn býður upp á sálgæsluviðtöl. Þau sem hafa þörf á samtali eru hvött til að hafa samband til að komast að samkomulagi um tímasetningu. Viðtölin geta verið í síma, á Zoom, með því að hittast eða með heimsókn. Viðtalstímar við Sjöfn eru á mánudögum frá 10-12 og 17-19, miðvikudögum frá 16-18 og föstudögum frá 8-12 og 14-16 eða eftir samkomulagi.


Næsti möguleiki á sálgæslu á staðnum í London verður 4.10 frá 15-20 og 7.10 frá 10-12. Viðtalsstaður verður auglýstur nánar síðar en að öllum líkindum verður húsnæði Lutheran Council laust fyrir okkur. Ef þú átt ekki heimangengt, hafðu þá samband og við getum athugað með heimavitjun.


Næsti möguleiki á sálgæslu á staðnum í Lúxemborg er 27.10 frá 10-12. Viðtalsstaður verður auglýstur síðar, en ef þú átt ekki heimangengt, þá er vel hægt að koma í heimsókn.


Ykkur er hjartanlega velkomið að hafa samband ef ykkur liggur eitthvað á hjarta. Ef þú vilt hitta Sr. Sjöfn, hafðu þá samband svo hægt sé að finna tíma.


Við hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni og erum spennt að fá skráningar frá Fermingarbörnunum








31 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page